Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

20.06.2020 16:09

Íþróttaskóli sunnudaginn 21. júní kl. 10:30

Íþróttaskóli verður haldinn á morgun, sunnudaginn, 21. júní, kl. 10:30 - 11:30.
Þetta er framhald af Íþróttaskólanum frá í vetur þannig að þau börn sem voru skráð í vetur þurfa ekki að greiða þátttökugjald. Nýir þátttakendur eru velkomnir.
Stefnt er að því að vera með Íþróttaskóla í fjögur skipti í sumar og þátttökugjald fyrir NÝJA þátttakendur er alls kr. 3.000 fyrir 4 skipti. Ef greitt er fyrir stakan tíma að þá er það kr. 1000.
Nýskráningar sendist á netfangið umf.armann@gmail.com.

Sjáumst hress og kát,
Fanney Ólöf og aðstoðarfólkið

16.04.2020 07:52

Áskorunnarleikur Umf. Ármanns og Skafta


Áskorunarleikur Ungmennafélaganna

Ármanns og Skafta

Næstu þrjár vikurnar mun standa yfir áskorunarleikur fyrir krakkana í Skaftárhreppi, aldursskiptingin í leiknum er 1. - 4. bekkur og 5. - 10. bekkur.  Fyrir hverja viku sendir Sigurður Eyjólfur út blað með áskorunum fyrir báða hópana. 

Þetta eru fjölbreyttar áskoranir er varða hreyfingu, mataræði og samverustundir með fjölskyldunni (t.d. að spila). 

Þegar lokið hefur verið við áskorun þarf foreldri/forráðamaður að kvitta fyrir að áskorun sé lokið í lok hverrar viku. Síðan þarf að senda inn mynd af útfylltu áskorunarblaðinu á Sigurð Eyjólf á Facebook eða í tölvupósti, siggisig00@gmail.com.

Allir sem skila inn fá lítinn glaðning. Öll áskorunarblöð sem skilað verður inn fara í sérstakan pott og verða dregnir út tveir vinningshafar að leik loknum eftir þrjár vikur. 

Blöðin verður hægt að nálgast hér á Íþróttaæfingahópnum á Facebook. Áskorunarblöðin fyrir fyrstu vikuna eru komin inn.

Með von um góða þátttöku,

Fanney Ólöf og Sigurður Eyjólfur


16.03.2020 22:00

Íþróttaæfingar falla niður

Kæru foreldrar og iðkendur! 

Í ljósi nýrra tilmæla sem bárust frá íþróttahreyfingunni á Íslandi sunnudagskvöldið 15. mars hefur verið ákveðið að íþróttaæfingar hjá iðkendum Umf. Ármanns og Skafta falli alfarið niður í þessari viku. 
Þessi tilmæli eru byggð á samskiptum íþróttahreyfingarnar við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Á meðan þessi staða er skulum við öll vera dugleg að gera æfingar heima. Hægt er að finna fullt af sniðugum æfingum á netinu. ÍSÍ er t.d. að fara af stað með hreyfileik sem kallast ,,Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag" og þennan leik má finna á Facebook (https://www.facebook.com/28dagar/). 

Vinsamlegast fylgist með fréttum á heimasíðu UMFÁ, tölvupósti eða á Íþróttaæfingahópnum á Facebook um hvernig framhaldið verður með íþróttaæfingarnar. 

Bestu íþróttakveðjur,
Fanney Ólöf formaður UMFÁ

15.03.2020 15:55

Viðbrögð við samkomubanni

Kæru foreldrar og iðkendur. 

Í ljósi aðstæðna er ljóst að æfingar munu taka breytingum eftir helgina. Endilega fylgist með á heimasíðu UMFÁ og á Íþróttaæfingahópnum á Facebook. 

 

Í kjölfar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur frá og með miðnætti í kvöld, sunnudaginn 15. mars en halda þó áfram starfi leik- og grunnskóla, mun Umf. Ármann og Skafti endurskoða skipulag æfinga félagsins næstu vikur. Samkvæmt upplýsingum frá íþróttahreyfingunni á Íslandi gilda sömu takmarkanir um íþróttastarf og settar eru um starfsemi leik- og grunnskóla.

 

Það munu því ekki vera æfingar á morgun, mánudaginn 16. mars

Þess í stað verður dagurinn nýttur til að skipuleggja fyrirkomulag æfinga þannig að þær uppfylli skilyrði stjórnvalda gagnvart samkomubanni.

Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra og forráðamanna á mánudagskvöld. Það er upplýsingar um æfingatíma og skipulag í kringum æfingar EF ákveðið verður að halda þeim áfram á meðan samkomubann er í gildi.

Bestu kveðjur,

Fanney Ólöf, formaður UMFÁ

02.03.2020 18:45

Fréttir af aðalfundi UMFÁ

Aðalfundur Ungmennafélgsins Ármanns var haldinn föstudaginn 21. febrúar síðast liðinn. Fámennt og góðmennt var á fundinum. Auk hefðbundina aðalfundastarfa voru kynnt starfssemi félagsins sem snýst að mestu leyti um að halda uppi íþróttalífi barnanna okkar hér í sveit. Íþróttaæfingar sem eru í boði fyrir 1. - 10. bekk nú á vorönn er fótbolti, körfubolti, almenn hreyfing og blak. Boðið er upp á Íþróttaskóla fyrir 2 - 5 ára börn og svo er blak fyrir konur einu sinni í viku yfir vetrartímann.

Í stjórn voru kosin: Fanney Ólöf Lárusdóttir formaður, Guðmundur Fannar Markússon ritari, Kristín Lárusdóttir gjaldkeri, Gunnar Erlendsson meðstjórnandi og Bjarni Dagur Bjarnason meðstjórnandi. Í varastjórn voru kosin Bjarni Bjarnason og Svava Margrét Sigmarsdóttir. Sigmar Helgason og Sverrir Gíslason voru kosnir skoðunarmenn félagsins.

Linda Agnarsdóttir og Unnar Steinn Jónsson gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn og er þeim þökkuð vel unnin störf í þágu Ungmennafélagsins.

Fanney Ólöf 


08.02.2020 10:50

Fótbolti um helgar á vorönn 2020

Vegna veðurs 15. febrúar féll fyrsta æfingin niður og verður því fyrsta helgarfótboltaæfingin 23. febrúar. Vonum bara að veðrið verði ekki erfitt við okkur aftur emoticon
Það er enn hægt að skrá sig á æfingarnar og vinsamlegast sendið skráningar á netfangið umf.armann@gmail.com.

05.02.2020 23:28

Lífshlaupið hafið

                                                                          

Lífshlaupið hófst í dag, 5. febrúar, og það er fyrir alla aldurshópa.

Það er hægt að sjá allt um LÍFSHLAUPIÐ á heimasíðunni 

www.lifshlaupid.is.
Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka 

þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál 

með að hreyfa sig daglega 


Þín heilsa - Þín skemmtun 

31.01.2020 07:00

Fréttir frá Ungmennafélaginu Ármanni

Körfuboltaæfingar á þriðjudögum fyrir börn og unglinga

Þau gleðitíðindi eru að við höfum fengið nýjan þjálfara til liðs við okkur, Gunnar Erlendsson Dalshöfða.  Hann hefur tekið að sér að þjálfa KÖRFUBOLTA og verður fyrsta æfingin þriðjudaginn 4. febrúar. Tímasetningar eru 1. - 4. bekkur kl. 14:40 - 15:20 og 5. - 10. bekkur kl. 15:30 - 16:30.

Fyrsta æfingin er opin öllum. Skráningar sendist á netfangið umf.armann@gmail.com en einnig er hægt að skrá sig á fyrstu æfingunni.

Þegar eru komnar af stað blakæfingar á mánudögum og fótbolti á miðvikudögum.

Fótboltaæfingar um helgar

Boðið verður upp á fótboltaæfingar tvisvar í mánuði frá febrúar til maí. Þessar æfingar eru opnar öllum krökkum sem áhuga hafa á að æfa fótbolta og er rukkað sér fyrir þær,  kr. 4.000 á barn fyrir tímabilið. Ein slík helgaræfing var haldin til prufu í desember og tókst mjög vel, 28 krakkar mættir alls staðar að úr sýslunni. Fyrsta helgarfótboltaæfingin verður 15. febrúar nk. Þjálfari er Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson. Skráningar sendist á netfangið umf.armann@gmail.com. 

Íþróttaskóli í Skaftárhreppi

Fyrsti Íþróttaskóli fyrir 2 - 5 ára börn var laugardaginn 25. janúar og var góð mæting. Næsti Íþróttaskóli verður laugardaginn 1. febrúar kl. 10:30. Markmið Íþróttaskólans er að kynna fyrir börnum á aldrinum 2 - 5 ára fjölbreytta hreyfingu og að hafa gaman saman. Efla þannig hreyfinám og hreyfifærni og stuðla m.a. að auknum hreyfiþroska, líkamsþroska og félagsþroska. Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Fanney Ólöf Lárusdóttir.

Lífshlaupið hefst 5. febrúar

Lífshlaupið hefst 5. febrúar nk. Ungmennafélagið Ármann vill hvetja alla til að taka þátt, unga sem aldna og alla þar á milli emoticon

 Um er að ræða einstaklingskeppni, vinnustaðakeppni, grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. Við viljum hvetja einstaklinga, Kirkjubæjarskóla og vinnustaði í Skaftárhreppi til að taka þátt. Eflum hreyfingu og heilbrigði. Svo getum við líka undirbúið okkur fyrir HEILSUDAGA Skaftárhrepps sem verða haldnir dagana 13. til 22. mars nk.

Samstarf Ungmennafélagsins Skafta

Ungmennafélagið Skafti er í samstarfi með Umf. Ármanni með íþróttaæfingar og Íþróttaskólann og tekur þátt í kostnaði við æfingarnar. Það er mjög ánægjulegt og mætti þetta samstarf vaxa og eflast.

Aðalfundur Ungmennafélagsins Ármanns emoticon

Aðalfundur Umf. Ármanns verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar nk. kl. 20:00 
23.01.2020 23:14

Íþróttaskóli í Skaftárhreppi fyrir 2 til 5 ára börn

Ungmennafélögin Ármann og Skafti bjóða upp á Íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2 til 5 ára. Íþróttaskólinn verður á laugardags- eða sunnudagsmorgnum frá kl. 10:30 - 11:30.

Fyrsti tíminn er laugardagurinn 25. janúar nk. kl. 10:30-11:30. Þetta verða alls um 10 skipti og áætluð lok verða um mánaðrmótin mars/apríl.

Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnin fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera.

Dagskrá íþróttaskólans verður eitthvað breytileg. Boðið verður m.a. upp á þrautbraut, stöðvar með alla vega verkefnum, boltaæfingar, leiki og fleira.

Námskeiðsgjald fyrir tímabilið er kr. 8.000 og greiðist í fyrsta tíma.

Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Fanney Ólöf Lárusdóttir.
Skráning er í netfangið umf.armann@gmail.com.

Sjáumst hress,
Fanney Ólöf, umsjónarmaður Íþróttaskólans


Mynd frá Fanney Ólöf Lárusdóttir.

12.01.2020 19:36

Íþróttaæfingar á vorönn 2020

Íþróttaæfingar Umf. Ármanns fyrir börnin okkar og unglingana hefjast í vikunni. Æfingarnar verða opnar öllum þessa vikuna.
Á mánudögum á gæslutíma er ALMENN HREYFING  fyrir 1. - 4. bekk. Þessar æfingar eru samstarf Ungmennafélagsins og Kirkjubæjarskóla og því hluti af stundatöflu barnanna. Á æfingunum er lögð áhersla á leiki og fjölbreytta hreyfingu. Nú á vorönn verður einnig lögð áhersla á KRAKKABLAK. Krakkablak er skemmtileg útfærsla á blaki ætlað börnum. 
Á mánudögum strax eftir skóla er BLAK fyrir 5. - 10. bekk. Fanney Ólöf Lárusdóttir er þjálfari á blakæfingunum.
Á miðvikudögum er boðið upp á FÓTBOLTAÆFINGAR og er Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson þjálfari. Á gæslutíma er fótboltaæfing fyrir 1. - 4. bekk og strax eftir skóla er æfing fyrir 5. - 10. bekk. 

Okkar vantar svo einhvern góðan einstakling til að taka að sér æfingar á þriðjudögum. Það mætti vera t.d. frjálsar íþróttir, körfubolti eða þrekæfing... Allar góðar ábendingar eru vel þegnar. 

Umf. Ármann bíður einnig upp á blak fyrir konur á mánudagskvöldum, kl. 19:30-21:00. Allar konur velkomnar. Fanney Ólöf sér um þjálfun á blakæfingunum. 

Með von um gott íþróttastarf í vetur
Fanney Ólöf


Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 264475
Samtals gestir: 50539
Tölur uppfærðar: 24.9.2020 05:18:45

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Tenglar